Ráðgjöf og þjálfun fyrir stjórnendur og starfsfólk vinnustaða:
Leiðtogaþjálfun, stjórnendaráðgjöf, samskiptaþjálfun &
heildræn árangursstjórnun
með Sigríði Indriðadóttur

Ráðgjöf og þjálfun fyrir stjórnendur og starfsfólk vinnustaða:
Leiðtogaþjálfun, stjórnendaráðgjöf, samskiptaþjálfun &
heildræn árangursstjórnun
með Sigríði Indriðadóttur

Stjórnendaráðgjafi, fyrirlesari og samskiptaþjálfari
SAGA Competence er leiðandi í að efla vinnustaðarmenningu á Íslandi með því að þjálfa stjórnendur og starfsfólk í vaxandi hugarfari og stuðla að aukinni meðvitund um áhrif hvers og eins á vellíðan og velgengni á vinnustað.
Saman getum við skapað nýja sögu
Mannauður er okkar dýrmætasta auðlind. Fjárfesting í mannauði er fjárfesting til framtíðar.
Mitt markmið er að hjálpa þér og þínu fólki að ná árangri. Hvort sem um ræðir umfangsmikil og flókin stjórnunarverkefni sem felast í umbyltingu á rekstri og fyrirtækjamenningu eða síbreytilegar áskoranir sem stjórnendur og starfsfólk glímir við dag frá degi.
Ég hef mikla reynslu og þekkingu á sviði stjórnunar, mannauðsmála og rekstrar og sérhæfi mig í að styðja við stjórnendur og starfsfólk með vöxt og vellíðan á vinnustað að leiðarljósi.
Hver er þín saga?
Fjölbreytt námskeið og vinnustofur fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga:
Valdeflandi leiðtogaþjálfun fyrir stjórnendateymi er vegferð sem miðar að því að styrkja stjórnendur í að takast á við þær áskoranir sem þau glíma við í daglegu starfi. Markmiðin eru að gera stjórnendur meðvitaðri um sjálf sig, styrkleika sína sem og áhrif sín á líðan fólks og árangur.
Valdefling stjórnenda og starfsfólks til að vera betur í stakk búið til að ávarpa erfið eða viðkvæm mál, setja heilbrigð mörk, leysa ágreiningsmál og stíga inn í aðstæður sem varða óviðeigandi hegðun eða slaka frammistöðu.
Menningarvegferð felur í sér að skapa sjálfbæra vinnustaðarmenningu sem styður við stefnu skipulagsheildarinnar hverju sinni, þar sem fólki líður vel, er ánægt með stjórnun og starfsanda. og nær þeim árangri sem til er ætlast.
Árangursrík samskipti á vinnustað, hugrekki og heilbrigð mörk, ólíkar kynslóðir á vinnumarkaði, gerð og innleiðing samstarfssáttmála, farsæl innleiðing breytinga, þögli herinn og meðvirkar aðstæður og ýmislegt fleira sem vinnustaðir kjósa að fá fræðslu um.