Um okkur


SAGA Competence sérhæfir sig í heildstæðri árangursstjórnun sem felur meðal annars í sér uppbyggingu á öflugri og hvetjandi vinnustaðarmenningu sem stuðlar að vellíðan, vexti og árangri starfsfólks. Áhersla er lögð á hnitmiðaða þjálfun sem miðar að því að tryggja rétta hegðun á vinnustað í samræmi við þarfir skipulagsheildarinnar hverju sinni, stefnu og framtíðarsýn og stuðla þannig að varanlegum árangri. SAGA Competence býður einnig upp á sérlausnir við þjálfun starfsfólks og stjórnenda í að greina og taka á meðvirkum aðstæðum sem geta skapast á vinnustöðum.

Sigríður Indriðadóttir

Framkvæmdastjóri, ráðgjafi og þjálfari

Sigríður er með meistaragráðu í mannauðsfræðum frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð og stjórnendamarkþjálfi frá Háskólanum í Reykjavík. Hún býr yfir áralangri reynslu og víðtækri þekkingu á sviði stjórnunar, mannauðsmála og rekstrar og starfaði meðal annars sem forstöðumaður mannauðsmála hjá Mosfellsbæ, Mannviti og Íslandspósti. Eins þjálfaði hún fólk í mannlegum samskiptum hjá Dale Carnegie í nokkur ár. Sigríður hefur leitt og tekið þátt í umfangsmiklum og flóknum stjórnunarverkefnum sem felast í umbyltingu á rekstri og fyrirtækjamenningu og er því vön að takast á við þær síbreytilegu áskoranir sem stjórnendur og starfsfólk glíma við dag frá degi.

Huld Hafliðadóttir

Ráðgjafi, þjálfari og kynningarmál

Huld er Húsvíkingur í húð og hár með BA gráðu í félagsvísindum frá Háskóla Akureyrar. BA ritgerð sína skrifaði hún um birtingarmyndir merðvirkni í litlum samfélögum og leiðir til að brjótast út úr mynstri meðvirkni. 

Huld hefur yfir 10 ára reynslu af verkefnastjórnun fjölbreyttra verkefna með áherslu á umhverfis- og samfélagstengda fræðslu og er einnig reynslumikill jógakennari. Hjá Saga Competence mun Huld meðal annars sinna námskeiðahaldi, liðsheildarvinnu, ráðgjöf og þjálfun.

Hjalti Geir Friðriksson

Markþjálfi, ráðgjafi og þjálfari

Hjalti er með BSc í sálfræði frá Háskóla Íslands og býr yfir áralangri reynslu af vinnu og leiðtogahlutverkum með fólki af öllum toga. Síðastliðin fjögur ár hefur Hjalti unnið sem stjórnandi á vinnustað með sérhæfðar kröfur þar sem hann hefur öðlast reynslu af mannauðs- og stjórnunarmálefnum.

Hjalti hefur leitt og tekið þátt í viðamiklu uppbyggingarstarfi sem stuðlar að aukningu sértækra markhópa á vinnumarkað og hefur kynnst ítarlega vinnustöðum sem hlúa að mikilli þjónustu og þekkir vel til þeirra ýmsu áskorana sem þar eiga sér stað.

Inga María Hjartardóttir

Markaðsstjóri, ráðgjafi og þjálfari

Inga María er með BMus gráðu í tónlistarviðskiptafræði frá Berklee College of Music í Boston. Inga hefur víðtæka reynslu af markaðsmálum frá Bandaríkjunum og Íslandi og starfaði meðal annars sem verkefnastjóri hjá Samfés og samfélagsmiðlastjóri hjá Píeta samtökunum. Hún starfar einnig sem markaðssérfræðingur hjá Símanum.