Um okkur

SAGA Competence sérhæfir sig í heildstæðri árangursstjórnun sem felur meðal annars í sér uppbyggingu á öflugri og hvetjandi vinnustaðarmenningu sem stuðlar að vellíðan, vexti og árangri starfsfólks. Áhersla er lögð á hnitmiðaða þjálfun sem miðar að því að tryggja rétta hegðun á vinnustað í samræmi við þarfir skipulagsheildarinnar hverju sinni, stefnu og framtíðarsýn og stuðla þannig að varanlegum árangri. SAGA Competence býður einnig upp á sérlausnir við þjálfun starfsfólks og stjórnenda í að greina og taka á meðvirkum aðstæðum sem geta skapast á vinnustöðum.

Sigríður Indriðadóttir

Framkvæmdastjóri, ráðgjafi og þjálfari

Sigríður er með meistaragráðu í mannauðsfræðum frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð og stjórnendamarkþjálfi frá Háskólanum í Reykjavík. Hún býr yfir áralangri reynslu og víðtækri þekkingu á sviði stjórnunar, mannauðsmála og rekstrar og starfaði meðal annars sem forstöðumaður mannauðsmála hjá Mosfellsbæ, Mannviti og Íslandspósti. Eins þjálfaði hún fólk í mannlegum samskiptum hjá Dale Carnegie í nokkur ár. Sigríður hefur leitt og tekið þátt í umfangsmiklum og flóknum stjórnunarverkefnum sem felast í umbyltingu á rekstri og fyrirtækjamenningu og er því vön að takast á við þær síbreytilegu áskoranir sem stjórnendur og starfsfólk glíma við dag frá degi.

Inga María Hjartardóttir

Markaðsstjóri, ráðgjafi og þjálfari

Inga María er með BMus gráðu í tónlistarviðskiptafræði frá Berklee College of Music í Boston. Inga hefur víðtæka reynslu af markaðsmálum frá Bandaríkjunum og Íslandi og starfaði meðal annars sem verkefnastjóri hjá Samfés og samfélagsmiðlastjóri hjá Píeta samtökunum. Hún starfar einnig sem markaðssérfræðingur hjá Símanum.