Stjórnendaþjálfun


Stjórnendaþjálfun

Við sérhæfum okkur í alhliða þjálfun fyrir stjórnendateymi af öllum stærðum og gerðum.

Stjórnendaþjálfun SAGA Competence miðar að því að styrkja stjórnendur í að takast á við þær áskoranir sem þau glíma við í daglegu starfi. Markmiðin eru að gera stjórnendur meðvitaðri um sjálf sig styrkleika sína sem og áhrif sín á líðan, liðsheild og frammistöðu fólks sem og heildarárangur skipulagsheildarinnar.

Sigríður Indriðadóttir, stofnandi SAGA Competence hefur áralanga reynslu sem stjórnandi hjá Reykjavíkurborg, Mosfellsbæ, Mannvit og Íslandspósti og kemur þar af leiðandi með dýrmæta reynslu til þeirra fyrirtækja og sveitarfélaga sem við vinnum með.