
Starfsdagar og stefnumótun
Saga hvers fyrirtækis er skrifuð af stjórnendum og starfsfólki.
Áhrifarík leið til að sjá inn í framtíðina er að móta stefnu sem miðar að því að draumarnir verði að veruleika.
SAGA Competence býður þess vegna upp á stefnumót við framtíðina með fyrirtækjum og stofnunum sem vilja skrifa sína eigin sögu. Við bjóðum einnig upp á fjölbreytta starfsdaga af ýmsum toga, bæði fyrir einstaka svið eða deildir eða allt fyrirtækið. Dagskrá og nálgun er sérsniðin að þörfum hvers fyrirtækis fyrir sig og er unnin í samráði við stjórnendur.