Markþjálfun


Markþjálfun

  • Er eitthvað í þínu lífi sem þú vilt meira af?
  • Er eitthvað í þínu lífi sem þú vilt minna af?
  • Áttu þér draum sem þig langar að láta rætast?
  • Stendurðu frammi fyrir nýjum (eða gömlum) áskorunum?

Þá gæti markþjálfun verið eitthvað fyrir þig. 

HVAÐ ER MARKÞJÁLFUN?

Markþjálfun er ferli sem miðar að því að laða fram innri styrkleika þína og hæfni með það að markmiði að stuðla að persónulegum vexti og þróun til að auka lífshamingju og ná framúrskarandi árangri í lífi og starfi. Með markþjálfun er lögð áhersla á að ná sem mestri breytingu á sem stystum tíma.

Markþjálfi getur meðal annars stutt við þig og hvatt þig áfram þegar kemur að því að sigrast á áskorunum, taka ákvarðanir , ná markmiðum og vinna aðgerðaáætlanir. Hann getur einnig unnið með þér að því að hrinda breytingum í framkvæmd og sigrast á hindrunum, viðhalda góðu jafnvægi á milli vinnu og einkalífs, horfa fram á við og nýta tækifæri.